Enski boltinn

Meirihluti úrvalsdeildarfélaganna þarf að samþykkja það að breyta félagaskiptaglugganum á Englandi á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Man. City og Tottenham um liðna helgi.
Úr leik Man. City og Tottenham um liðna helgi. vísir/getty

Það þarf meirihluta félaganna í ensku úrvalsdeildinni, eða ellefu talsins, til þess að breyta félagaskiptaglugganum í sitt gamla horf.

Félögin í ensku úrvalsdeildinn munu hittast á fundi þann 12. september þar sem rætt verður um ýmis mál og þar á meðal félagaskiptagluggann.

Á síðasta fundi var ákveðið að prufa að loka félagaskiptaglugganum áður en fyrsti leikur deildarinnar færi fram og því lokaði hann 24 tímum fyrir leik Liverpool og Norwich.

Ekki er vitað hvaða félög muni leggja tillöguna fram að breyta félagaskiptaglugganum aftur í það horf að hann loki í lok ágúst. Tottenham er talið líklegt.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur farið mikinn í fjölmiðlum og sagt að breytingin hafi verið mistök. Hann gæti enn misst Christian Eriksen í glugganum en hann er eftirsóttur víða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.