Breyting í gervigras kostar borgarbúa átta milljónir króna Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 15:30 Víkingur ætlaði að láta laga grassvæðið en féll frá því og fór í gervigras þar sem fallegur fótbolti hefur sést í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira