Innlent

Lögreglan, Vegagerðin og landeigendur funda á föstudag vegna skriðunnar í Reynisfjalli

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Aðstæður í Reynisfjöru, undir Reynisfjalli eru varhugaverðar.
Aðstæður í Reynisfjöru, undir Reynisfjalli eru varhugaverðar. Vísir

Lögreglan á Suðurlandi hefur í dag skoðað aðstæður í Reynisfjalli en stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó í Reynisfjöru.

Mildi þykir að ferðamenn hafi ekki verið á svæðinu en tveir slösuðust þar í gær, á sama stað og skriðan féll, er þeir fengu grjót yfir sig.


Eystri hluta fjörunnar hefur verið lokað fyrir aðgengi og óljóst hvenær opnað verður aftur. Grjót hefur fallið úr sári skriðunnar í allan dag og líklegt er að svo verði næstu daga en ekki liggur fyrir hvers vegna hún féll.

Ákveðið hefur verið að lögreglan, Vegagerðin og landeigendur fundi á föstudag um næstu skref en svæðið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Suðurlands.

Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt á Facebook-síðu sinni.Tengdar fréttir

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.