Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 23:15 Amazon regnskógurinn í ljósum logum. getty/Universal Images Group Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira