Innlent

Sitja pikkföst í umferð vegna malbikunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verið er að malbika stóran kafla á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur þennan morguninn.
Verið er að malbika stóran kafla á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur þennan morguninn. Vísir/vilhelm
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi hafa sett svip á umferðina úr Mosfellsbæ þennan morguninn. Argur ökumaður hringdi í fréttastofuna í morgun og sagðist sitja pikkfastur í umferðinni.Hann væri að reyna að keyra frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til borgarinnar en orðið lítið ágengt. Eftir 15 mínútur í bílaröðinni væri hann „ekki einu sinni kominn upp á Vesturlandsveg,“ eins og ökumaðurinn orðaði það.Sjálfur áætlaði hann að umferð samviskusamra framhalds- og háskólanema kynni að vera skýringin, sem nú væru farnir að mæta í stríðum straumum í skólana eftir sumarfrí.Vegagerðin leggur þó til líklegri skýringu á umferðarþunganum. Unnið sé að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Fyrir vikið þarf öll morgunumferðin að sameinast á eina akrein á löngum kafla.Vinnan hófst klukkan 6 í morgun og áætlað er að hún muni standa yfir til klukkan 18 síðdegis.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.