Íslenski boltinn

Helmingur af æfingahóp U19-ára landsliðsins eru atvinnumenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hluti af hópnum eru leikmenn sem voru með U17 ára landsliðinu á EM í Írlandi fyrr á þessu ári.
Hluti af hópnum eru leikmenn sem voru með U17 ára landsliðinu á EM í Írlandi fyrr á þessu ári. ksí

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið æfingahóp sem tekur þátt í æfingum dagana 2. - 6. september.

Íslenska liðið undirbýr sig fyrir undankeppni EM 2020 sem fer fram í Belgíu daganna 13. - 19. nóvember. Þar er íslenska liðið í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi.

Þorvaldur hefur valið 26 manna hóp sem undirbýr sig í byrjun næsta mánaðar en athygli vekur að þrettán leikmenn af þeim 26 sem Þorvaldur hefur valið leika í atvinnumennsku.

Fjórir leika í Danmörku, þrír á Englandi, tveir í Svíþjóð, tveir á Ítalíu, einn á Spáni og einn í Hollandi.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan sem og hvaða liðum drengirnir leika með.

Hópurinn:

Róbert Orri Þorkelsson | Afturelding

Andri Fannar Baldursson | Bologna

Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik

Kristall Máni Ingason | FC Köbenhavn

Hákon Haraldsson | FC Köbenhavn

Danijel Dejan Djuric | FC Midtjylland

Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir

Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir

Arnór Ingi Kristinsson | Fylkir

Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta

Orri Hrafn Kjartansson | Heerenveen

Valgeir Valgeirsson | HK

Jón Gísli Eyland Gíslason | ÍA

Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping

Oliver Stefánsson | IFK Norrköping

Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík

Vuk Óskar Dimitrijevic | Leiknir R.

Atli Barkason | Norwich City

Ísak Snær Þorvaldsson | Norwich City

Teitur Magnússon | OB Odense

Jökull Andrésson | Reading

Andri Lucas Guðjohnsen | Real Madrid

Mikael Egill Ellertsson | SPAL

Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan

Valgeir Lundal Friðriksson | Valur

Þórður Gunnar Hafþórsson | VestriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.