Íslenski boltinn

Helmingur af æfingahóp U19-ára landsliðsins eru atvinnumenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hluti af hópnum eru leikmenn sem voru með U17 ára landsliðinu á EM í Írlandi fyrr á þessu ári.
Hluti af hópnum eru leikmenn sem voru með U17 ára landsliðinu á EM í Írlandi fyrr á þessu ári. ksí
Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið æfingahóp sem tekur þátt í æfingum dagana 2. - 6. september.

Íslenska liðið undirbýr sig fyrir undankeppni EM 2020 sem fer fram í Belgíu daganna 13. - 19. nóvember. Þar er íslenska liðið í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi.

Þorvaldur hefur valið 26 manna hóp sem undirbýr sig í byrjun næsta mánaðar en athygli vekur að þrettán leikmenn af þeim 26 sem Þorvaldur hefur valið leika í atvinnumennsku.

Fjórir leika í Danmörku, þrír á Englandi, tveir í Svíþjóð, tveir á Ítalíu, einn á Spáni og einn í Hollandi.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan sem og hvaða liðum drengirnir leika með.







Hópurinn:

Róbert Orri Þorkelsson | Afturelding

Andri Fannar Baldursson | Bologna

Karl Friðleifur Gunnarsson | Breiðablik

Kristall Máni Ingason | FC Köbenhavn

Hákon Haraldsson | FC Köbenhavn

Danijel Dejan Djuric | FC Midtjylland

Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir

Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir

Arnór Ingi Kristinsson | Fylkir

Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta

Orri Hrafn Kjartansson | Heerenveen

Valgeir Valgeirsson | HK

Jón Gísli Eyland Gíslason | ÍA

Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping

Oliver Stefánsson | IFK Norrköping

Davíð Snær Jóhannsson | Keflavík

Vuk Óskar Dimitrijevic | Leiknir R.

Atli Barkason | Norwich City

Ísak Snær Þorvaldsson | Norwich City

Teitur Magnússon | OB Odense

Jökull Andrésson | Reading

Andri Lucas Guðjohnsen | Real Madrid

Mikael Egill Ellertsson | SPAL

Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan

Valgeir Lundal Friðriksson | Valur

Þórður Gunnar Hafþórsson | Vestri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×