Enski boltinn

Lukaku segist hafa verið einn af þremur blórabögglum Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romelu Lukaku yfirgáf Man. Utd í sumar.
Romelu Lukaku yfirgáf Man. Utd í sumar. vísir/getty

Romelu Lukaku vandar Manchester United ekki kveðjurnar í nýju viðtali við hlaðvarpið Light Harted. Þar segir Belginn að hann hafi verið einn af þremur blórabögglum Manchester United.

Belgíski framherjinn yfirgaf Manchester United í sumar og gekk í raðir Inter Milan. Kaupverðið var 75 milljónir punda en Lukaku hafði spilað tvær leiktíðir með United.

Lukaku var oft gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá enska félaginu og sagður vera of þungur. Hann segist hafa verið einn af þeim sem fengu alltaf á baukinn, sama hvað gekk á hjá félaginu.

„Þeir verða að finna einhvern. Þetta var Pogba, ég eða Alexis. Þetta vorum við þrír alltaf. Fyrir mér, þá sé ég þetta á marga vegu,“ sagði framherjinn stóri og stæðilegi.

„Það var mikið rætt og mér fannst ég ekki verndaður. Mikið af slúðri: Rom er að fara þangað og þeir vilja ekki hafa hann. Enginn kom fram og þaggaði niður í þessu.“

„Fullt af fólki segir að ég geti ekki verið hluti af þessu leikskipulagi. Ég hlæ því hvernig getur allt farið niður á við í mínu liði en þegar ég spila með landsliðinu er allt í góðu? Og ég góður,“ sagði ekki sáttur Lukaku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.