Íslenski boltinn

Kolbeinn og félagar eltast við Evrópudeildardrauminn í beinni á Stöð 2 Sport

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK mæta Celtic í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi í kvöld en þar mæta Svíarnir mörgföldu skosku meisturunum í Celtic sem duttu óvænt út úr Meistaradeildinni gegn Cluj.

AIK sló út Maribor í síðustu umferð en Maribor datt út fyrir norska liðinu Rosenborg í Meistaradeildinni í umferðinni á undan. Maribor hafði slegið út Val í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.Kolbeinn hefur verið að finna sig vel á leiktíðinni eftir erfið ár. Hann hefur skorað tvö mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur spilað 482 mínútur í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað og er því með mark á hverjum 241 mínútum.

Sigurliðið úr þessu einvígi spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur en fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.