Íslenski boltinn

Kolbeinn og félagar eltast við Evrópudeildardrauminn í beinni á Stöð 2 Sport

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki í leik með AIK fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK mæta Celtic í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi í kvöld en þar mæta Svíarnir mörgföldu skosku meisturunum í Celtic sem duttu óvænt út úr Meistaradeildinni gegn Cluj.

AIK sló út Maribor í síðustu umferð en Maribor datt út fyrir norska liðinu Rosenborg í Meistaradeildinni í umferðinni á undan. Maribor hafði slegið út Val í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.



Kolbeinn hefur verið að finna sig vel á leiktíðinni eftir erfið ár. Hann hefur skorað tvö mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað í sænsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur spilað 482 mínútur í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað og er því með mark á hverjum 241 mínútum.

Sigurliðið úr þessu einvígi spilar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur en fyrri leikurinn fer fram í Skotlandi í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×