Erlent

Ástralskir foreldrar dæmdir fyrir vanrækslu

Andri Eysteinsson skrifar
Hjónin voru dæmd í Sydney
Hjónin voru dæmd í Sydney Getty/Tim Graham
Áströlsk hjón á fertugsaldri voru í dag dæmd til 18 mánaða samfélagsþjónustu. Hjónin voru talin hafa vanrækt þriggja ára dóttur sína.

Barnaverndaryfirvöld sviptu hjónin forræði yfir stúlkunni í mars á síðasta ári eftir að hún hafði fengið flog. Kom þá í ljóst að barnið var alvarlega vannært en í frétt BBC er greint frá því að stúlkan hafi verið á stærð við þriggja mánaða barn þegar hún var orðin 19 mánaða gömul.

Dómarinn í málinu, Sarah Hugget við héraðsdóm í Sydney, gagnrýndi hjónin harðlega við uppkvaðningu dómsins og sagði mataræði barnsins hafa verið verulega ábótavant. Hjónin áströlsku eru sögð ekki neyta dýraafurða og var mataræði barnsins þá einnig Vegan.

Haft er eftir Hugget að foreldrar stúlkunnar hafi í fyrstu ekki verið sammála því að slæmt ástand dótturinnar, sem var eins og áður segir mjög vannærð, lítil, létt og var sífellt kalt, hafi ekki stafað vegna mataræðisins. Tvö eldri börn hjónanna hafi ekki verið vannærð.

„Það er á ábyrgð hvers foreldris að tryggja að börn fái öll þau næringarefni sem þau þurfa til þess að vaxa úr grasi og dafna,“ sagði Hugget sem sagði einnig að trú konunnar á grænkeralífstílnum hafi aukist eftir að barnið fæddist. Þá var faðir barnsins gagnrýndur harkalega af dómaranum fyrir að hafa ekkert gert við ástandi dóttur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×