Innlent

Erling ósáttur við að þurfa að láta af störfum

Birgir Olgeirsson skrifar
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur.
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur.
Erling Ólafsson lætur af störfum sem skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í haust. Greint var frá þessu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem rætt var við Erling um skordýralífið á Íslandi.Erling fór yfir ýmis mál, þar á meðal hvernig býflugum, geitungum og lúsmý hefur vegnað í sumar. Sagði hann lítið hafa verið af geitungum í sumar og lúsmýið hefði verið tímabundið til vandræða.Greint var frá því fyrr í sumar að margir hefðu verið illa út leiknir eftir lúsmý á suðvesturhorni landsins en Erling segir það aðeins hafa staðið yfir um ákveðið tímabil þetta sumarið. Annar skordýrafræðingur sagði fyrr í sumar að útbreiðsla lúsmýsins kæmi sér ekki á óvart og í framtíðinni yrði þessi vargur um allt land.Erling sagði í Reykjavík síðdegis að lúsmýið hefði ekki færst meira í vöxt í ár heldur en undanfarin ár.Þáttastjórnendur bentu á að Erlingur væri að láta af störfum í haust en Erling benti á að það væri aðeins það sem sneri að vinnu hans hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann sagðist ekki ætla að hverfa frá köllun sinni að fræðast um skordýr.Hann er kominn á eftirlaunaaldur og segist vera með mann í uppeldi.„Íslenska lýðveldið vill ekki fólk yfir sjötugt. Það er óábyrgt,“ sagði Erling sem var ekki beint sáttur við að þurfa að láta af störfum.„Manni finnst það dálítið skrýtið þegar maður er fullur af fjöri og áhuga og telur sig ekki hafa gleymt neinu. Það er kannski misskilningur,“ sagði Erling. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.