Enski boltinn

Gary Neville og níu aðrir fyrrum leikmenn Man. Utd taka þátt í kveðjuleik Kompany

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville í leik goðsagna Man. Utd gegn Bayern fyrr í sumar.
Gary Neville í leik goðsagna Man. Utd gegn Bayern fyrr í sumar. vísir/getty
Vincent Kompany fær kveðjuleik á Etihad-leikvanginum þann 11. september þegar goðsagnir frá Manchester City leika gegn stjörnuliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Stjörnulið ensku úrvalsdeildarinnar er skipað leikmönnum á borð við Cesc Fabregas og Rafael van der Vaart sem munu spila undir stjórn Roberto Martinez.

Nú hafa tíu fyrrum leikmenn grannanna í Manchester United skráð sig til leiks og hefur það vakið umtal. Gary Neville, Ryan Giggs, Paul Scholes, Nicky Butt og Phil Neville eru á meðal þeirra.







Edwin van der Sar, Michael Carrick, John O'Shea, Wes Brown og Robin van Persie hafa einnig tilkynnt þátttöku sína í leiknum.

Liðin eins og þau eru núna:



City goðsagnir
: Joe Hart, Shay Given, Micah Richards, Pablo Zabaleta, Dedryck Boyata, Richard Dunne, Joleon Lescott, Aleksandr Kolarov, Gael Clichy, Wayne Bridge, Nigel de Jong, Samir Nasri, Shaun Wright-Phillips, Stephen Ireland, David Silva, Craig Bellamy, Mario Balotelli, Sergio Aguero.

Stjörnulið ensku úrvalsdeildarinnar: Edwin van der Sar, Gary Neville, Phil Neville, John O’Shea, Wes Brown, Paul Scholes, Nicky Butt, Michael Carrick, Cesc Fabregas Ryan Giggs, Rafael van der Vaart, Emile Heskey, Robin van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×