Erlent

Fimm saknað eftir mannskætt þrumuveður í Póllandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Viðamiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Póllandi.
Viðamiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Póllandi.
Eldingar urðu minnst 5 manns að aldurtila og 150 særðust þegar þeim sló niður við Tatra fjöllin í Póllandi. Björgunarsveitir þar í landi leita nú að fimm manns sem skiluðu sér ekki heim eftir þrumuveðrið sem reið yfir í gær.

Alls leituðu 150 manns á sjúkrahúsi vegna bruna, beinbrota og hjartavandamála en 22 eru alvarlega slasaðir. Í fjöllunum er vinsælt skíðasvæði.

Yfirvöld í Póllandi greindu frá því í dag að á meðal þeirra fimm sem létust í þrumuveðrinu voru tvö börn. Þá lést einnig tékkneskur ferðamaður í Slóvakíu en hann varð einnig fyrir eldingu.

Jan Krzysztof, yfirmaður viðbragðsteymis í Tatra, sagði í yfirlýsingu í dag að björgunarsveitir væru nú að leita að fimm manns í brekkunum í viðamikilli björgunaraðgerð með fimm þyrlum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×