Erlent

Fimm saknað eftir mannskætt þrumuveður í Póllandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Viðamiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Póllandi.
Viðamiklar björgunaraðgerðir standa nú yfir í Póllandi.

Eldingar urðu minnst 5 manns að aldurtila og 150 særðust þegar þeim sló niður við Tatra fjöllin í Póllandi. Björgunarsveitir þar í landi leita nú að fimm manns sem skiluðu sér ekki heim eftir þrumuveðrið sem reið yfir í gær.

Alls leituðu 150 manns á sjúkrahúsi vegna bruna, beinbrota og hjartavandamála en 22 eru alvarlega slasaðir. Í fjöllunum er vinsælt skíðasvæði.

Yfirvöld í Póllandi greindu frá því í dag að á meðal þeirra fimm sem létust í þrumuveðrinu voru tvö börn. Þá lést einnig tékkneskur ferðamaður í Slóvakíu en hann varð einnig fyrir eldingu.

Jan Krzysztof, yfirmaður viðbragðsteymis í Tatra, sagði í yfirlýsingu í dag að björgunarsveitir væru nú að leita að fimm manns í brekkunum í viðamikilli björgunaraðgerð með fimm þyrlum.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.