Íslenski boltinn

„Stelpurnar okkar“ bjóða á opna æfingu á Laugardalsvelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stelpurnar okkar fagna sigri.
Stelpurnar okkar fagna sigri. vísir/eyþór
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu býður á opna æfingu hjá liðinu á þriðjudaginn er liðið æfir á Laugardalsvelli.

Liðið er að undirbúa sig fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 en báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Fyrri leikurinn fer fram á Ungverjalandi næsta fimmtudag og svo síðari leikurinn gegn Slóvakíu þann 2. september. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport.

KSÍ hefur nú tilkynnt að æfing kvennalandsliðins á þriðjudaginn verði opin öllum og segir að þetta „er kjörið tækifæri fyrir unga iðkendur og aðra áhugasama til að kynna sér hvernig landsliðsæfing fer fram.“







EM 2021 fer fram í Englandi en Ísland tók þátt á síðasta EM sem fór fram í Hollandi. Þar komst liðið ekki upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×