Íslenski boltinn

„Stelpurnar okkar“ bjóða á opna æfingu á Laugardalsvelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stelpurnar okkar fagna sigri.
Stelpurnar okkar fagna sigri. vísir/eyþór

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu býður á opna æfingu hjá liðinu á þriðjudaginn er liðið æfir á Laugardalsvelli.

Liðið er að undirbúa sig fyrir leiki gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 en báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Fyrri leikurinn fer fram á Ungverjalandi næsta fimmtudag og svo síðari leikurinn gegn Slóvakíu þann 2. september. Báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport.

KSÍ hefur nú tilkynnt að æfing kvennalandsliðins á þriðjudaginn verði opin öllum og segir að þetta „er kjörið tækifæri fyrir unga iðkendur og aðra áhugasama til að kynna sér hvernig landsliðsæfing fer fram.“

EM 2021 fer fram í Englandi en Ísland tók þátt á síðasta EM sem fór fram í Hollandi. Þar komst liðið ekki upp úr riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.