Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 10:15 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. Vísir/ap Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, getur með engu móti tekið undir röksemdarfærslu Bandaríkjaforseta sem vill bjóða Rússum aðild að samtökum stærstu iðnríkja heims því Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefði að hluta til geta réttlætt innlimun á Krímskaga árið 2014. Hópur hinna svokölluðu G7-ríkjanna, sem áður hét G8 ríkin, ráku Rússland á dyr, þegar Pútín og forseti héraðsþingsins á Krímskaga undirrituðu samkomulag um að héraðið myndi ganga í rússneska ríkjasambandið sem vakti mikla reiði í Úkraínu og á Vesturlöndum. Um helgina í Frakklandi fara fram fundir G7-ríkjanna þar sem helstu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd. Tusk var spurður á blaðamannafundi út í áhuga Trumps að bjóða Rússum aðild að félagsskapnum á ný.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir hugmynd Trumps um að bjóða Rússum í hópinn af og frá.Getty/Sean Gallup„Fyrir ári síðan, í Kanada, stakk Trump forseti upp á því að bjóða Rússum aðild að G7 á ný, og staðhæfði opinberlega að búið væri að réttlæta að hluta til ákvörðun um innlimun Krímskaga og við beðin um að sætta okkur við þá staðreynd,“ segir Tusk og bætti við að iðnríkin myndu ekki undir neinum kringumstæðum fallast á slíka röksemdarfærslu. Fyrr í vikunni höfnuðu þjóðarleiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands, hugmyndinni um að bjóða Rússum aftur í hópinn. Tusk sagðist jafnvel hafa tvíeflst í afstöðu sinni gegn aðild Rússa þegar þeir hertóku úkraínsk skip og sjóliða á Kerch-sundi á milli Svartahafs og Azov flóans í nóvember árið 2018. Sjóliðarnir eru enn í haldi. „Í öðru lagi; þegar Rússum var boðin aðild í hóp G7-ríkjanna var það gert á þeim forsendum að Rússar myndu fylgja halda í heiðri frjálslyndu lýðræði, lögum og reglum og mannréttindum. Er einhver hér, á meðal vor, sem getur sagt það með góðri samvisku – ekki út frá viðskiptahagsmunum - að Rússar séu að feta þá slóð?“ spurði Tusk. Hann sagði að miklu betri rök væru fyrir því að bjóða Úkraínu í hópinn en Rússlandi. G7-ríkin eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada en Donald Tusk sækir fundina fyrir hönd 28 aðildaríkja Evrópusambandsins.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. 3. ágúst 2019 04:00
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14
Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. 2. desember 2018 21:15
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56