Innlent

Dæmir í deilu Úkraínu og Rússlands

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Guðmundur og eiginkona hans, Þórey Ólafsdóttir, í Nýju-Delí.
Guðmundur og eiginkona hans, Þórey Ólafsdóttir, í Nýju-Delí.

Guðmundur Eiríksson er einn þriggja skipaðra dómara í gerðardóm vegna kæru Úkraínumanna gegn Rússum. Rússneski sjó- og flugherinn réðst á þrjú úkraínsk herskip á Svartahafi við Krímskaga í nóvember á síðasta ári. 24 sjóliðar voru teknir höndum og 6 særðust. Er þetta alvarlegasta atvik sem upp hefur komið á milli þjóðanna síðan Rússar innlimuðu Krímsaga árið 2014. Rússar segja að úkraínsku skipin hafi farið ólöglega inn í landhelgi en Úkraínumenn að Rússar hafi brugðist við með offorsi. Sjóliðarnir eru nú í fangelsi í Moskvu.

Guðmundur er 71 árs og hefur áratuga reynslu af utanríkismálum. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðahafréttardómstólnum í Hamborg og sem sendiherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.