Erlent

Sjö látnir eftir að fisflugvél og þyrla rákust saman

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/EPA
Lítil tveggja sæta flugvél og þyrla skullu saman yfir ströndum Mallorca í dag, nærri bænum Inca. Eitt fórnarlambanna er talið vera undir átján ára aldri.Slysið átti sér stað rétt eftir klukkan 13:30 að staðartíma og voru þrír úrskurðaðir látnir á staðnum. Tveir hinna látnu voru að ferðast í lítilli tveggja sæta flugvél og hinir fimm um borð í þyrlunni, par með tvö börn ásamt flugmanni.Á vef BBC er vitnað í spænska fjölmiðla þar sem fram kemur að hluti braksins hafi hafnað á bóndabæ nærri slysstað og eru viðbragðsaðilar sagðir vera að störfum á vettvangi.Ekki er búið að gefa út hvert þjóðerni hinna látnu er.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.