Íslenski boltinn

Toppliðin unnu bæði og spennan magnast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín skoraði tvö mörk í Árbænum.
Hlín skoraði tvö mörk í Árbænum. vísir/bára

Efstu tvö lið Pepsi Max-deildar kvenna, Valur og Breiðablik, unnu bæði sína leiki í dag. Valskonur eru því enn með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðin mætast í sautjándu og næstsíðustu umferð deildarinnar 15. september næstkomandi.

Valur vann 1-5 sigur á Fylki í Árbænum. Fyrir leikinn voru Fylkiskonur búnar að vinna fjóra leiki í röð.

Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Elísa Viðarsdóttir eitt. Elín Metta og Hlín eru markahæstar í deildinni með 15 mörk hvor.

Marija Radojicic skoraði mark Fylkis sem er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.

Agla María skoraði sitt tólfta deildarmark í sumar gegn Stjörnunni. vísir/bára

Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir á 20. mínútu eftir sendingu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Eftir klukkutíma leik skoraði Alexandra Jóhannsdóttir annað mark heimakvenna. Aftur átti Karólína Lea stoðsendinguna.

Stjarnan er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum frá fallsæti.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

KR vann gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík, 1-2, í botnbaráttunni og Selfoss fór upp fyrir Þór/KA í 3. sætið með sigri í leik liðanna á Akureyri.

Leik ÍBV og HK/Víkings var frestað vegna veðurs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.