Erlent

Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti

Eiður Þór Árnason skrifar
Stigvaxandi harka hefur færst í átök mótmælenda og lögreglu í Hong Kong
Stigvaxandi harka hefur færst í átök mótmælenda og lögreglu í Hong Kong Vísir/AP

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag og skutu lögreglumenn viðvörunarskoti þegar mótmælendur réðust að þeim. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla hleypir af skoti í mótmælunum sem hafa staðið yfir í þrjá mánuði.

Myndir sýna fleiri tilvik þar sem lögreglumenn beindu byssum að mótmælendum sem eltu þá með stöngum og spýtum.

Einnig sprautaði lögregla vatni til að dreifa fólki, auk þess sem hún notaðist við táragas og gúmmíkúlur. Þetta var einnig í fyrsta skipti í mótmælunum sem lögregla notaðist við vatn til að dreifa mótmælendum.

Aukin harka hefur færst í aðgerðirnar sem upphaflega hófust vegna framsalsfrumvarps. Nú er barist fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu. Mótmælendur hafa einnig kvartað undan valdbeitingu lögreglu og sakað hana um að beita of mikilli hörku í störfum sínum.


Tengdar fréttir

Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda

Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.