Fyrrum stuðningsmaður Trump býður sig fram gegn forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 21:21 Walsh er einn þriggja sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikana. Skjáskot/JoeWalsh.org Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Íhaldssami útvarpsþáttastjórnandinn og fyrrum fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Walsh hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna sem fram fara síðla árs 2020. CNN greinir frá. Walsh er þriðji frambjóðandinn sem gefur kost á sér í flokknum en hann á ærið verkefni fyrir höndum enda sækist sitjandi forseti, Donald Trump, eftir endurkjöri. Joe Walsh er 57 ára gamall og hefur verið viðriðinn bandarísk stjórnmál með einhverjum hætti frá árinu 1996 þegar hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gegn demókratanum Sidney R. Yates en laut í lægra haldi. Tveimur árum síðar laut hann í lægra haldi í annað sinn í kosningum til fulltrúadeildar en þá gegn Jeffrey Schoenberg. Árið 2010 tókst honum loks ætlunarverkið þegar hann náði kjör í áttunda kjördæmi heimaríkisins Illinois gegn Melissu Bean sem var sitjandi þingmaður Demókrata. Walsh hlaut 48.5% greiddra atkvæða en Bean 48,3%. Einungis munaði 290 atkvæðum. Walsh sat á þingi til ársins 2013 þegar Tammy Duckworth náði kjöri.Fundir Trump og Pútín sneru afstöðu Walsh til forsetans.Getty/HandoutEftir að setu hans á þingi lauk tók við útvarpsferill. Hann hefur þar vakið athygli fyrir ummæli sín um demókrata, Barack Obama og Hillary Clinton. Sagðist hann ætla, ef Clinton næði kjöri árið 2016, að bjóða sig fram gegn henni árið 2020. Var hann þó einnig andsnúinn Donald Trump en sagðist hafa kosið hann til þess að Clinton yrði ekki forseti. Í fyrstu studdi hann þó Trump en eftir að honum hafði þótt Trump eiga full vingott með Rússlandsforseta Vladimir Pútín árið 2018 hét hann því að styðja Trump aldrei framar. Nú hefur Walsh tekið þá ákvörðun að láta reyna á Trump í forvali Repúblikanaflokksins þar mun hann fara gegn Trump forseta og fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, Bill Weld.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira