Innlent

Ferðamenn klifruðu upp á skriðuna í Reynisfjöru

Birgir Olgeirsson skrifar
Þetta er skjáskot úr myndbandi sem var tekið í Reynisfjöru en þar má sjá í fjarska nokkra ferðamenn uppi á skriðunni.
Þetta er skjáskot úr myndbandi sem var tekið í Reynisfjöru en þar má sjá í fjarska nokkra ferðamenn uppi á skriðunni. Facebook

Lögreglunni á Suðurlandi barst í dag tilkynning þess efnis að ferðamenn í Reynisfjöru hefðu klifrað upp á skriðuna sem féll úr Reynisfjalli fyrir rétt rúmri viku síðan.

Eftir að skriðan féll ákvað lögreglan að loka austasta hluta Reynisfjöru vegna hættu á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Hefur austasti hlutinn ekki enn verið opnaður en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ferðamenn hafi einfaldlega virt lokunarborða að vettugi í dag.

Birt var myndband á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag þar sem sjá mátti ferðamennina uppi á skriðunni.

Sveinn Kristján segir lögregluna hafa heyrt í staðarhöldurum nærri Reynisfjalli og beðið þá um að beina því til ferðamanna að fara ekki inn fyrir lokunarsvæði en lögreglumenn eru á leið á vettvang.

Tveir ferðamenn slösuðust í þegar grjót féll úr fjallinu á mánudaginn 19. ágúst og stór skriða féll svo úr fjallinu á daginn eftir 20. ágúst.. Ekki hefur hrunið meira úr fjallinu síðan en hættan er viðvarandi. Skriðan sem féll 20. ágúst var sú þriðja á tíu árum.

Klippa: Ferðamenn klifra í Reynisfjöru


Tengdar fréttir

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.