Innlent

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Birgir Olgeirsson skrifar
Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á.
Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á. Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi hefur birt magnað drónaskot af hlíðinni í Reynisfjalli þar sem stórar skriður hafa fallið undanfarinn sólarhring. Á myndbandinu sést hversu mikið hefur fallið úr hlíðinni og greinilegt að mikið hefur gengið á.

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. 


Tengdar fréttir

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.