Innlent

Enn hætta á berghruni og hluti Reynisfjöru áfram lokaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd.
Skriðusárið í Reynisfjalli er stórt eins og sjá má á þessari mynd. Lögreglan á Suðurlandi

Ákveðið hefur verið að halda austasta hluta Reynisfjöru lokuðum enn um sinn vegna hættu á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls. Hættan er viðvarandi samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands en það er meðal þess sem fram kom á fundi rekstraraðila í Svörtu Fjöru, hluta landeigenda í Reynisfjöru, sveitarstjóra Mýrdalshrepps auk fulltrúa frá lögreglu á Suðurlandi, Veðurstofunni og Vegagerðinni.

Til stendur að vakta svæðið áfram og verður lokunarborði til staðar. Vinna á að útfærslu á frekari lausn að lokun á þessum hluta fjörunnar.

„Farið verður í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta sem standa við göngustíginn sem liggur niður í fjöruna. Mikilvægt er að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við gesti svæðisins,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Tveir ferðamenn slösuðust í þegar grjóta féll úr fjallinu á mánudaginn og stór skriða féll svo úr fjallinu á þriðjudag. Ekki hefur hrunið meira úr fjallinu síðan en hættan er viðvarandi. Skriðan á þriðjudag var sú þriðja á tíu árum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.