Enski boltinn

Laus úr fangelsinu eftir einn dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dean Saunders.
Dean Saunders. vísir/getty
Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, var í gær dæmdur í tíu vikna fangelsi vegna ölvunarakstur. Einungis degi síðar er hann hins vegar laus úr fangelsinu.

Saunders var stöðvaður á bíl sínum þann 10. maí síðastliðinn og neitaði að blása er lögreglan vildi athuga hvort hann væri ölvaður. Saunders sagðist hafa fengið sér tvo bjóra á veðreiðum.

Lögreglumennirnir sem handtóku Saunders voru þó á öðru máli og sögðu að það hefðu verið fleiri bjórar sem hefðu farið niður hjá Saunders. Öryggismyndavélar tóku í sama streng.







Í dag áfrýjuðu lögmenn Saunders hins vegar fangelsivistinni og mun hann því leika lausum hala þangað til 4. október næstkomandi er dómurinn kemur saman á nýjan leik.

Saunders sem er fyrrum leikmaður Liverpool er frá Wales en hann lék með þeim rauðklæddu frá Bítlaborginni tímabilið 1991/1992. Hann kom víða við en lék 75 landsleiki fyrir Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×