Arnar glotti við tönn er hann ræddi um undanúrslitin í bikarnum: "Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Gabríel Sighvatsson skrifar 11. ágúst 2019 18:42 Arnar Gunnlaugsson. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira