Kröfðust þess að hætt verði að nota fíla sem burðardýr Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:10 Fílarnir ferja ferðamenn um kílómetra langa leið upp hæðina daglega. Vísir/EPA Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma. Indland Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira
Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma.
Indland Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira