Enski boltinn

Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn!

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp vann sinn annan titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í kvöld.
Klopp vann sinn annan titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í kvöld. vísir/getty

„Adriannn, eins og Rocky,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld.


Klopp var greinilega ánægður með nýja markvörðinn sinn, Adrián, sem varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4, en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 2-2.

Klopp sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn og líkti eftir frægum orðum Rocky Balboa eftir bardagann við Apollo Creed í lok fyrstu Rocky-myndarinnar.

Rocky gólaði þá nafn kærustu sinnar, Adrian, með lemstrað andlit eftir að hafa tapað fyrir Creed. Hann náði svo fram hefndum í annarri myndinni. „Hey, Adrian. Okkur tókst það,“ hrópaði Rocky þá.Markvörðurinn Adrián lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld. Hann samdi við félagið fyrir tólf dögum og kom inn á í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn eftir að Alisson Becker meiddist.

Spánverjinn stóð svo milli stanganna hjá Liverpool í kvöld og vann sinn fyrsta titil á ferlinum. Hann lék áður með West Ham United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.