Enski boltinn

Sjáðu Klopp líkja eftir Rocky: Adriannnn!

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp vann sinn annan titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í kvöld.
Klopp vann sinn annan titil sem knattspyrnustjóri Liverpool í kvöld. vísir/getty
„Adriannn, eins og Rocky,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld.Klopp var greinilega ánægður með nýja markvörðinn sinn, Adrián, sem varði síðustu spyrnu Chelsea í vítakeppninni frá Tammy Abraham. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4, en staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 2-2.Klopp sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn og líkti eftir frægum orðum Rocky Balboa eftir bardagann við Apollo Creed í lok fyrstu Rocky-myndarinnar.Rocky gólaði þá nafn kærustu sinnar, Adrian, með lemstrað andlit eftir að hafa tapað fyrir Creed. Hann náði svo fram hefndum í annarri myndinni. „Hey, Adrian. Okkur tókst það,“ hrópaði Rocky þá.Markvörðurinn Adrián lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld. Hann samdi við félagið fyrir tólf dögum og kom inn á í leiknum gegn Norwich City á föstudaginn eftir að Alisson Becker meiddist.Spánverjinn stóð svo milli stanganna hjá Liverpool í kvöld og vann sinn fyrsta titil á ferlinum. Hann lék áður með West Ham United.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.