Íslenski boltinn

Kári var spurður út í Guðjón Pétur: „Hver er það? Væntanlega leikmaður?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason í leik með Víkingum fyrr í sumar.
Kári Árnason í leik með Víkingum fyrr í sumar. vísir/daníel
Það var mikill hiti innan vallar sem utan í leik Breiðabliks og Víkinga í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær en eitt rautt spjald fór á loft.

Elfar Freyr Helgason var rekinn útaf í liði Blika eftir groddarlaega tæklingu og eftir að hann fékk rauða spjaldið ákvað hann að taka rauða spjaldið af Þorvaldi. Grýtti hann því í jörðina.



Klippa: Elfar Freyr fær rautt og tekur spjaldið af dómaranum


Í leikmannagöngunum eftir leikinn myndaðist einhver hiti og í viðtali við Morgunblaðið sakaði Guðjón Pétur Kára um óheiðarleika. Kári svaraði fyrir sig, einnig í viðtali við Morgunblaðið í leikslok.

„Guðjón Pétur? Hver er það? Væntanlega leikmaður? Hann má segja það sem hann vill," sagði landsliðsmaðurinn ískaldur um Guðjón Pétur.

Víkingur er kominn í úrslitaleikinn í bikarnum í fyrsta sinn síðan 1971 en mótherjinn verður FH. Leikurinn fer fram 14. september.



Klippa: Víkingur 3-1 Breiðablik

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×