Íslenski boltinn

Kári var spurður út í Guðjón Pétur: „Hver er það? Væntanlega leikmaður?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Árnason í leik með Víkingum fyrr í sumar.
Kári Árnason í leik með Víkingum fyrr í sumar. vísir/daníel

Það var mikill hiti innan vallar sem utan í leik Breiðabliks og Víkinga í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær en eitt rautt spjald fór á loft.

Elfar Freyr Helgason var rekinn útaf í liði Blika eftir groddarlaega tæklingu og eftir að hann fékk rauða spjaldið ákvað hann að taka rauða spjaldið af Þorvaldi. Grýtti hann því í jörðina.


Klippa: Elfar Freyr fær rautt og tekur spjaldið af dómaranum


Í leikmannagöngunum eftir leikinn myndaðist einhver hiti og í viðtali við Morgunblaðið sakaði Guðjón Pétur Kára um óheiðarleika. Kári svaraði fyrir sig, einnig í viðtali við Morgunblaðið í leikslok.

„Guðjón Pétur? Hver er það? Væntanlega leikmaður? Hann má segja það sem hann vill," sagði landsliðsmaðurinn ískaldur um Guðjón Pétur.

Víkingur er kominn í úrslitaleikinn í bikarnum í fyrsta sinn síðan 1971 en mótherjinn verður FH. Leikurinn fer fram 14. september.


Klippa: Víkingur 3-1 Breiðablik


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.