Liverpool komst á toppinn með sigri á suðurströndinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mané fagnar marki sínu.
Mané fagnar marki sínu. vísir/getty
Liverpool vann 1-2 sigur á Southampton á St. Mary's vellinum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Liverpool er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Southampton er enn án stiga.Sadio Mané kom Liverpool yfir með góðu skoti í fjærhornið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.Á 71. mínútu vann Mané boltann á vinstri kantinum, sendi á Roberto Firmino sem lék á varnarmann Southampton og skoraði.Þegar sjö mínútur voru eftir minnkaði Danny Ings muninn í 1-2 með afar skrautlegu marki. Adrián, sem var hetja Liverpool gegn Chelsea í Ofurbikar Evrópu á miðvikudaginn, skaut boltanum þá í Ings og inn.Nær komust Dýrlingarnir ekki og gestirnir frá Liverpool fögnuðu sigri. Með honum komust þeir á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir. Southampton er í 17. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.