Lampard enn í leit að sínum fyrsta sigri sem stjóri Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrsti heimaleikur Lampard afstaðinn
Fyrsti heimaleikur Lampard afstaðinn visir/getty
Frank Lampard stýrði Chelsea í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fékk Leicester City í heimsókn í 2.umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Heimamenn settu gestina undir stífa pressu í upphafi leiks og það skilaði marki strax á 7.mínútu þegar Mason Mount nýtti sér mistök Wilfried Ndidi rétt við vítateig Leicester. Mount vann boltann af harðfylgi og kláraði færið vel. Draumabyrjun hjá Chelsea sem steinlá í 1.umferð á Old Trafford.Gestirnir unnu sig vel út úr þessu áfalli í byrjun leiks og úr varð hörkuleikur.Ndidi bætti upp fyrir mistök sín á 67.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu James Maddison framhjá varnarlausum Kepa Arrizabalaga og staðan orðin jöfn.Þrátt fyrir fjörugar lokamínútur urðu mörkin ekki fleiri. Annað jafntefli Leicester á leiktíðinni og um leið fyrsta stig Chelsea undir stjórn Lampard.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.