Erlent

Átta fórust í eldsvoða í Úkraínu

Frá borginni Odessa í Úkraínu.
Frá borginni Odessa í Úkraínu. Vísir/Getty

Ekki liggur fyrir hvernig eldur kviknaði í hóteli í hafnarborginni Odessa í sunnanverðri Úkraínu í nótt. Átta fórust og tíu slösuðust.

Eldurinn kviknaði skömmu eftir miðnætt að staðartíma. Reuters-fréttastofan segir að viðbragðsaðilar hafi ekki gefið upplýsingar um hversu margir gestir voru á Tokyo Star-hótelinu sem er með 273 herbergi.

Slökkviliðsmenn glímdu við eldinn í um þrjár klukkustundir. Eldurinn er sagður hafa verið á um þúsund fermetra svæði í hótelinu.

AP-fréttastofan segir að Tokyo Star-hótelið sé ódýrt hótel nærri aðallestarstöð borgarinnar. Á myndum af vettvangi sjáist þröng herbergi sem séu sum lítið breiðari en einbreitt rúm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.