Fótbolti

Aftur tapaði Dijon │ Hólmar Örn snéri aftur á völlinn eftir erfið meiðsli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson á landsliðsæfingu.
Hólmar Örn Eyjólfsson á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Djon eru án stiga eftir fyrstu tvo leikina í frönsku úrvalsdeildinni eftir 1-0 tap gegn Toulouse í kvöld.Dijon var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en bjargaði sér frá falli eftir umspil. Eina mark leiksins kom á 54. mínútu er Jean-Victor Makengo skoraði.Erfið byrjun Dijon en Rúnar Alex stóð vaktina í marki Dijon í dag.

Aron Bjarnason byrjaði á varmannabekknum er Újpest gerði 1-1 jafntefli við Paksi í ungversku úrvalsdeildinni. Ujpest er í 6. sætinu með fjögur stig eftir þrjá leiki.Böðvar Böðvarsson var á bekknum er Jagiellonia Bialystok vann 3-1 sigur á Gornik Zabrze á heimavelli. Jagiellonia er í þriðja sætinu með átta stig.Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur á völlinn með Levski Sofia er hann kom inn sem varamaður á 83. mínútu í úrvalsdeildinni í Búlgaríu.Hann sleit krossband í október mánuði á síðasta ári og hefur verið í endurhæfingu síðan þá. Þetta var fyrsti leikur Hólmars eftir meiðslin.Arnar Grétarsson og lærisveinar fengu skell gegn Westerlo í belgísku B-deildinni en Roeselare tapaði 4-1 á útivelli. Roeselare er með eitt stig eftir þrjá leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.