Fótbolti

Aftur tapaði Dijon │ Hólmar Örn snéri aftur á völlinn eftir erfið meiðsli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson á landsliðsæfingu.
Hólmar Örn Eyjólfsson á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Djon eru án stiga eftir fyrstu tvo leikina í frönsku úrvalsdeildinni eftir 1-0 tap gegn Toulouse í kvöld.

Dijon var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en bjargaði sér frá falli eftir umspil. Eina mark leiksins kom á 54. mínútu er Jean-Victor Makengo skoraði.

Erfið byrjun Dijon en Rúnar Alex stóð vaktina í marki Dijon í dag.
Aron Bjarnason byrjaði á varmannabekknum er Újpest gerði 1-1 jafntefli við Paksi í ungversku úrvalsdeildinni. Ujpest er í 6. sætinu með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Böðvar Böðvarsson var á bekknum er Jagiellonia Bialystok vann 3-1 sigur á Gornik Zabrze á heimavelli. Jagiellonia er í þriðja sætinu með átta stig.

Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur á völlinn með Levski Sofia er hann kom inn sem varamaður á 83. mínútu í úrvalsdeildinni í Búlgaríu.

Hann sleit krossband í október mánuði á síðasta ári og hefur verið í endurhæfingu síðan þá. Þetta var fyrsti leikur Hólmars eftir meiðslin.

Arnar Grétarsson og lærisveinar fengu skell gegn Westerlo í belgísku B-deildinni en Roeselare tapaði 4-1 á útivelli. Roeselare er með eitt stig eftir þrjá leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.