Fótbolti

Lukaku fór úr að ofan til að sanna að hann sé ekki of þungur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pundið er þungt í Lukaku.
Pundið er þungt í Lukaku. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Inter, blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé of þungur. Því til sönnunar birti hann mynd af sér berum að ofan.

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa haldið því fram að Lukaku sé 104 kg og Inter vilji að hann komi sér í tveggja stafa tölu áður en tímabilið hefst.

Lukaku ku því vera í kapphlaupi við tímann til að verða klár fyrir fyrsta leik Inter í ítölsku úrvalsdeildinni gegn Lecce á mánudaginn eftir viku.

Lukaku birti speglasjálfu á Snapchat í gær þar sem hann er ber að ofan undir yfirskriftinni: Ekki slæmt fyrir feitabollu. Hann lét broskall með sólgleraugu fylgja með.



Inter keypti Lukaku frá Manchester United fyrr í þessum mánuði. Kaupverðið var 73 milljónir punda en Belginn er dýrasti leikmaður í sögu Inter.

Lukaku skaut á United á dögunum þegar hann sagði að æfingarnar hjá Inter væru miklu erfiðari en á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×