Innlent

Blæddi mikið eftir að hafa verið sleginn með glasi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var fluttur á slysadeild í gærkvöldi eftir að kona sló hann í höfuðið með glasi í Hafnarfirði. Manninum blæddi mikið að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Konan sem sló manninn í höfuðið var handtekinn og vistuð í fangageymslum vegna rannsókn málsins. Tilkynnt var um árásina á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Þá ætluðu lögreglumenn að stöðva för ökutækis í Háaleitis- og Bústaðahverfi í Reykjavík í nótt en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst eftirför. Ökumaðurinn hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og var þá sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn komst undan en var handtekinn síðar um nóttina. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins.

Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti í gærkvöldi. Þar hafði kona ekið á þjár bifreiðar á bílastæði við fjölbýlishús í hverfinu. Íbúar höfðu stöðvað akstur konunnar sem reyndist ofurölvuð. Konan var handtekinn og sýnataka fór fram á lögreglustöð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.