Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 10:41 Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann. Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir til að koma fyrir nefndina í dag til að ræða þriðja orkupakkann. Auk Frosta voru mættir fyrir þeirra hönd Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. „Mér finnst svona tal ekki við hæfi og ég vona að við getum verið kurteisari við hvort annað,” sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins formaður nefndarinnar, frábað sér slíkt umtal og það gerði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar einnig. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap.16.000 skrifað undir áskorun Á fundinum dreifðu fulltrúar Orkunnar okkar viðbótarumsögn samtakanna um þriðja orkupakkann til nefndarmanna og fjölmiðla þar sem tíundaðir eru þeir þættir sem samtökin telja mikilvæga í tengslum við þingsályktunartillöguna. Þar er ítrekuð sú afstaða samtakanna að þau vilji að orkupakkanum verði hafnað. 16.000 hafi skrifað undir áskorun samtakanna þar að lútandi. Í umsögninni er meðal annars fjallað um þann þátt er lýtur að umræðunni um lagningu sæstrengs. „Það er ekki hægt að segja já við orkupakkanum og nei við sæstreng,” sagði Frosti á fundinum.Ekkert leggi beinlínis skyldur á herðar íslenska ríkisins Viðurkenndi hann þó að ekkert í þriðja orkupakkanum legði beinlínis skyldu á herðar íslenska ríkisins til að heimila lagningu sæstrengs. Aftur á móti kunni það að leiða til þess að höfðað verði samningsbrotamál á hendur íslenska ríkinu ef það stæði í vegi fyrir því að heimila áhugasömum aðilum sem uppfylli kröfur um að leggja sæstreng. Í umsögninni segir meðal annars að innan ESB „virðist vera talsverður áhugi fyrir því að tengja Ísland við innri markaðinn.” Bent er á í umsögninni að ESB hafi tekið sæstrenginn „Ice-Link” á milli Íslands og Skotlands inn á lista yfir lista sambandsins yfir verkefni um sameiginlega hagsmuni. (e. Union list of projects of common interest.) Áslaug Arna benti á að ESB geti ekki einhliða skráð verkefni á þann lista, til þurfi samþykkt hlutaðeigandi stjórnvalda. Í tilfelli þess verkefnis sem vísað sé til í umsögninni hafi það verið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins, sem hafi samþykkt skráningu verkefnisins á listann. Á fundinum dreifði Ögmundur jafnframt eigin umsögn um orkupakkann þar sem hann útskýrir hvers vegna hann telji að hafna beri innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði