Innlent

Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna

Eiður Þór Árnason skrifar
Vísir/Vilhelm
Búast má við tímabundnum umferðartöfum víða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom til landsins í dag og tók Katrín Jakobsdóttir á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í morgun. Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. Auk forsætisráðherra Norðurlandanna verða þar leiðtogar Grænlands, Álandseyja og Færeyja auk Angelu Merkel sem verður þar sérstakur gestur.

Þjóðarleiðtogarnir munu njóta fylgdar lögreglu á meðan opinberri heimsókn þeirra stendur og telur lögregla að reikna megi við töfum sökum þessa. Lögreglan biður vegfarendur um að sýna töfunum þolinmæði og tillitssemi.


Tengdar fréttir

Leiðtogar koma til landsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur í dag á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×