Innlent

Litlar efasemdir um loftslagsbreytingar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
AFP
Mikill meirihluti landsmanna er annaðhvort mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd.

Um 87 prósent eru á því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Þetta sýnir gerbreytingu á því að meðvitund fólks er orðin miklu meiri og það er líka búin að vera miklu meiri opinber umræða. Það er auðvitað mjög jákvætt að mínu viti og brýnir stjórnvöld til frekari aðgerða á þessu sviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Alls reyndust rúm 62 prósent mjög sammála því og tæp 25 prósent frekar sammála. Rúm átta prósent eru hvorki sammála né ósammála og aðeins tæp fimm prósent eru annaðhvort frekar eða mjög ósammála.

Mestu efasemdirnar um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd er að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Um fjórðungur stuðningsmanna Miðflokksins og rúm 28 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins eru frekar eða mjög ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd.

Katrín minnir á að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðasta haust þannig að hún þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun. „Hún mun auðvitað vera það og með vorinu sáum við aðgerðir fara í gang og fjármagnið fara að vinna. Bæði varðandi orkuskiptin og kolefnisbindinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×