Erlent

Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong

Andri Eysteinsson skrifar
Táragas og Piparúði dreifðist um stræti Hong Kong.
Táragas og Piparúði dreifðist um stræti Hong Kong. Getty/NurPhoto
Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. Mótmælendur lentu í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Guardian greinir frá.



Fyrr sama dag hafði þó farið fram friðsamleg mótmæli.Þúsundir mótmælanda sem mættu á mótmælin gegn ríkisstjórninni, beygðu af leið kröfugöngunnar og lokuðu fyrir umferð um stofnæðar á Kowloon svæðinu. Þar settu mótmælendur upp vegatálma og dreifðu sín á milli gasgrímum og hjálmum og bjuggu sig undir átök gegn lögreglunni.

Í yfirlýsingu lögreglu segir að tuttugu hafi verið handteknir sakaðir um ólöglega hópmyndun og líkamsárásir. Lögregla segir mótmælendur hafa kastað múrsteinum, umferðarkeilum og rusli inn á lögreglustöð í Tsim Sha Tsui hverfinu, ásamt því að kveikja elda þar fyrir utan. Lögregla svaraði með táragasi og sást einnig til lögreglu handtaka mótmælendur með valdi með því að neyða þá í jörðina.

Hrina mótmæla í Hong Kong hófst með fyrirhuguðu framsalsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem féll ekki kramið hjá almenningi.  Þó hefur eðli mótmælanna breyst með tímanum, sér í lagi eftir að grunur um samráð stjórnvalda og glæpagengja komst í hámæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×