Erlent

Nauðlenti í Valencia eftir að farþegarýmið fylltist af reyk

Andri Eysteinsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi sem sýnir ástandið í vélinni
Skjáskot úr myndbandi sem sýnir ástandið í vélinni Skjáskot/Twitter
Flugstjóri í flugi British Airways frá Heathrow til borgarinnar Valencia á Spáni neyddist til þess að nauðlenda í spænsku borginni eftir að reykur fyllti farþegarými A321 vélarinnar. Sky greinir frá.

Að sögn farþega vélarinnar flaug vélin í um 10 mínútur eftir að reykurinn hafði fyllt rýmið, áður en lent var á Spáni.

Þá reyndist ekki unnt að nýta landgöngubrú og þurftu farþegar að yfirgefa vélina með notkun neyðarbúnaðs.

Myndband innan úr vélinni hefur farið víða í kjölfar atviksins og má sjá það hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×