Hæstiréttur Ástralíu staðfestir brottrekstur embættismannsins sem tísti undir dulnefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2019 10:12 Banerji tístu um umdeilda stefnu ástralska stjórnvalda í innflytjendamálum. Vísir/Getty Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki. Ástralía Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki.
Ástralía Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira