Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Fossinn neðst í laxá í Kjós í venjulegu árferði. Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“ Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði. Formaður Landssambandsins segir aðstæðurnar nú ekki ákjósanlegar og geta leitt af sér slakan árgang. Á heimasíðu Landssambandsins er farið yfir helstu ástæður þess að illa hafi viðrað fyrir veiðimenn þetta veiðisumarið. Þar er tíundað að dragár líði fyrir bæði úrkomuleysi og lítinn forða sem hafi farið í hlýindum og votviðri í apríl. Séu því margar ár vatnslitlar með eindæmum. Einnig er ráðlagt að sleppa laxi til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. „Hvað veiði varðar þetta tímabilið þá er það sem er að eiga sér stað einfaldlega fordæmalaust ástand sums staðar með þeim hætti að líklega væri best að sleppa öllum laxi eða hreinlega hlífa fyrir veiði.“Jón Helgi BjörnssonJón Helgi Björnsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir stöðuna á mörgum stöðum lélega. „Sumar laxveiðiár eru með um 10 prósent til 20 prósent veiði miðað við sama tíma í fyrra og lítið vatn í ánum. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ segir Jón Helgi. „Aðstæður hafa því verið afar erfiðar til veiða.“ Hann segir þessa stöðu geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér en á móti kemur að árnar eru nokkuð heitar og því ættu það að vera kjöraðstæður fyrir seiði sem komast á laggirnar. „Þetta getur auðvitað þýtt að árgangurinn verði lélegur. Á móti kemur að laxárnar sem eru hvað vatnsminnstar eru mjög hlýjar og því gæti það skapað góðar aðstæður fyrir uppvöxtinn í þeim ám. Því er vonandi að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á stofnstærðina. Það mun hins vegar bara koma í ljós seinna meir hvernig úr rætist.“
Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira