Erlent

Sautján látnir eftir flugslys í íbúabyggð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í Rawalpindi.
Frá vettvangi slyssins í Rawalpindi. Vísir/getty
Að minnsta kosti sautján eru látnir eftir að lítil herflugvél hrapaði í íbúabyggð í Rawalpindi í Pakistan í nótt. Allir fimm sem voru um borð, auk tólf íbúa hverfisins, eru látnir og tólf slösuðust.

Eldur kom upp í húsunum þegar vélin hrapaði og brunnu nokkur hús til grunna. Vélin var á reglubundnu eftirlitsflugi og ekki er vitað hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×