Fótbolti

Ronaldo lofar því að Juventus vinni Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum.
Cristiano Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum. Getty/ Angel Martinez
Juventus keypti Cristiano Ronaldo frá Real Madrid meðal annars til að hjálpa ítalska liðinu að vinna loksins Meistaradeildina.

Ronaldo vann Meistaradeildina fimm sinum með Manchester UNited (2008) og Real Madrid (2014, 2016, 2017, 2018) áður en hann kom til Juve en Juventus hefur ekki unnið Meistaradeildina í 23 ár eða síðan 1996.

Síðan að Gianluca Vialli lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Juventus á Ajax í úrslitaleiknum í Róm í maí 1996 hefur Juventus liðið tapað fimm úrslitaleikjum í röð í Meistaradeildinni.

Cristiano Ronaldo ætlar að gera sitt í að enda þá bið og portúgalski snillingurinn hefur nú lofað því að Juventus vinni Meistaradeildina. Hann sagði í viðtali að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær.





„Juventus mun vinna Meistaradeildina. Ég veit ekki hvort að það verði á þessu ári eða því næsta en bikarinn er á leiðinni,“ hefur B/R Football eftir Cristiano Ronaldo.

Það hefur vissulega verið öllu til tjaldað hjá Juventus undanfarin ár og í sumar hafa bæst við hópinn leikmenn eins og Matthijs de Ligt, Aaron Ramsey, Adrien Rabiot, Luca Pellegrini og svo auðvitað er Gianluigi Buffon kominn aftur.

Maurizio Sarri hefur tekið við liðinu og hann hefur úr ótrúlegri breidd að velja eins og sjá má hér fyrir neðan. Sarri hefur þar marga klassa leikmenn í hverri stöðu. Það er óhætt að sjá liði með svona breidd góðu gengi á komandi leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×