Erlent

Kyrrsetja dróna eftir að einn þeirra hrapaði við leikskóla

Kjartan Kjartansson skrifar
Dróni svissneska póstsins flýgur sýnum á milli rannsóknastofa sjúkrahúsa.
Dróni svissneska póstsins flýgur sýnum á milli rannsóknastofa sjúkrahúsa. Vísir/EPA
Svissneski pósturinn hefur kyrrsett dróna sem flugu sýnum á milli sjúkrahúsa eftir að einn þeirra brotlenti nokkrum tugum metra frá leikskólabörnum að leik. Dróninn hrapaði eftir að band í neyðarfallhlíf slitnaði.

Annar dróni nauðlenti við Zürich-vatn í janúar en neyðarfallhlíf hans virkaði sem skyldi. Svissneski pósturinn segir að farið verði yfir öryggismál drónanna áður en þeir fljúga aftur. Metternet, framleiðandi drónanna, verður jafnframt beðinn um að lagfæra galla í þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Drónaflugið með sýni á milli rannsóknastofa hófst árið 2017 og hafa um þrjú þúsund ferðir verið farnar án skakkafalla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.