Ætlaði að fljúga með WOW fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 17:48 WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðins. vísir/vilhelm Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi. Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi.
Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent