Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:30 Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns. Skjámynd/Twitter/@ThornsFC Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019 Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019
Fótbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira