Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:30 Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns. Skjámynd/Twitter/@ThornsFC Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019 Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019
Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira