Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:30 Dagný Brynjarsdóttir með Brynjar Atla eftir sigurleik hjá Portland Thorns. Skjámynd/Twitter/@ThornsFC Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019 Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. Dagný varð bandarískur meistari með Portland liðinu fyrir tveimur árum (2017) en var burtu í ár á meðan hún eignaðist soninn Brynjar Atla. Nú er hún hins vegar mætt aftur á völlinn og í búningi Portland Thorns sem er á toppnum í bandarísku deildinni. Portland Thorns er með líflega samfélagsmiðla og flotta vefsíðu og þar á bæ eru menn ánægðir með nýju mömmuna í liðinu. Því var ákveðið að setja saman stuttu heimildarmynd um íslensku ofurmömmuna en þeir hjá Portland Thorns kalla hana „Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy“Thankful I get to play for the Thorns! World class support from the club and my teammates https://t.co/CdcBUPmZl4 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) July 31, 2019 Portland Thorns var að reyna að ná samkomulagi við Dagnýju eftir 2017 tímabilið þegar það kom í ljós að hún væri ólétt. Félagið hélt sambandi og vildi fá hana aftur til baka eftir að barnið væri komið í heiminn. Dagný ákvað að snúa aftur í ár og byrja að spila á ný eftir barnsburð. Núna er hún aftur á móti bæði „miðjumaður og mamma“ eins og kemur fram í myndinni. „Ég var svolítið stressuð fyrir því að koma alla leið hingað aftur því ég var svo langt frá öllum. Fólk var líka að tala um það við mig hvort að eitthvað lið myndi vilja fá mig núna og spurði síðan: Ertu viss um að þú sér jafngóð og þú varst? Auðvitað svaraði ég já en það var samt alltaf smá efi innst inni,“ sagði Dagný. Dagný hefur lagt mikið á sig og fær mikið hrós fyrir vinnusemina hjá þjálfara sínum. Það er líka rætt við liðsfélaga Dagnýjar í myndinni. „Ég held að við höfum ekki átt eitt einasta samtal þar sem við höfum ekki talað um Brynjar. Ég held að það sýni vel hvernig mamma hún er,“ sagði Celeste Boureille. Það er líka gert talsvert úr fyrsta heimaleik Dagnýjar með Brynjari Atla sem var 2. júní síðastliðinn. „Ég var mjög spennt fyrir því að hafa hann í stúkunni. Ég róaðist niður þegar ég sá að þau voru komin í sætin sín. Ég var bara spennt fyrir leiknum og að vera spila með liðsfélögum mínum,“ sagði Dagný. „Verðlaunin mín eftir leikinn var að fá Brynjar í fangið eftir leik og það var enn sætara eftir sigurleik. Þetta var líka stór stund fyrir mig því ég veit að fullt af fólki efaðist um mig. En þarna var ég á vellinum með barnið mitt eftir sigurleik og var bara: Þið sem efuðust getið bara átt ykkur,“ sagði Dagný í heimildarmyndinni á vef Portland Thorns. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.Dagný Brynjarsdóttir: Super Mommy. #BAONPDXpic.twitter.com/zu7ihrfofG — Portland Thorns FC (@ThornsFC) July 30, 2019
Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira