Enski boltinn

Þessi tuttugu koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims: Þrír frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir.
Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir. Getty/Laurence Griffiths
Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019.Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims.Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims.Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards.Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt.Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz.Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu.Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.