Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 16:31 Jeppafjöldi við göngubrúna yfir Hvalá í Ófeigsfirði síðastliðinn sunnudag. Þar er Hvalárfoss. Vísir/KMU. Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. Við göngubrúna yfir Hvalá, á stað sem fáir komu á, má þessa dagana iðulega sjá fjölda jeppa en þar endar vegurinn í Árneshreppi. Leiðin þangað er þó seinfarin. Komast má á fólksbílum að gömlu síldarverksmiðjunni að Eyri í Ingólfsfirði og má áætla það um fimm stunda akstur úr Reykjavík. Síðan tekur við um klukkustundarakstur að Hvalá eftir vegslóða sem, enn sem komið er, telst aðeins jeppafær. Vinnuvélar á vegum Vesturverks lagfæra veginn um Ingólfsfjörð þessa dagana.Vísir/KMU.Umræður um Hvalárvirkjun hafa beint athygli almennings að svæðinu. Þannig hafa fréttir af lagfæringu vegarins um Ingólfsfjörð verið áberandi síðustu vikur. Athygli vakti í síðustu viku að einhver hafði fjarlægt borða frá Minjastofnun en þeim var ætlað að afmarka fornminjar svo verktakar Vesturverks myndu ekki raska þeim. Borðarnir hafa nú verið settir upp aftur.Frá Valleyri í Ingólfsfirði. Þar rak Norðmaður síldarstöð á árum fyrri heimsstyrjaldar. Fornminjar hafa verið afmarkaðar með borða.Vísir/KMU.Göngubrúin er við Hvalárfoss og margir láta sér nægja að skoða hann og nánasta umhverfi. Aðrir leggja á sig göngu upp með Hvalárgljúfri norðan ár, að fossinum Drynjanda. Gangan tekur venjulega eina og hálfa til tvær stundir, eða 3-4 stundir fram og til baka. Þangað er ekki merkt gönguleið og vandratað en slóðar eru byrjaðir að myndast í gróðurlaginu eftir því sem fleiri ganga um svæðið.Borðar Minjastofnunar á Valleyri í Ingólfsfirði.Vísir/KMU.Enn einn valkostur ferðamanna er að ganga upp með Hvalá að sunnanverðu, að fossinum Rjúkanda í samnefndri á, sem sameinast Hvalá. Ferðalangar nota göngubrúna við Hvalá einnig sem upphafs- og/eða endastað fyrir lengri göngur, og þá með tjaldgistingu, svo sem í Eyvindarfjörð eða um Drangaskörð, og jafnvel enn norðar, á staði eins og Bjarnarfjörð, Skjaldabjarnarvík og Reykjarfjörð.Vegurinn milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar telst aðeins jeppafær.Vísir/KMU.Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum, eins og heyra má í eftirfarandi frétt Stöðvar 2, en þar má sjá myndir úr Ófeigsfirði; af Hvalá, Hvalárfossi og Drynjanda: Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. Við göngubrúna yfir Hvalá, á stað sem fáir komu á, má þessa dagana iðulega sjá fjölda jeppa en þar endar vegurinn í Árneshreppi. Leiðin þangað er þó seinfarin. Komast má á fólksbílum að gömlu síldarverksmiðjunni að Eyri í Ingólfsfirði og má áætla það um fimm stunda akstur úr Reykjavík. Síðan tekur við um klukkustundarakstur að Hvalá eftir vegslóða sem, enn sem komið er, telst aðeins jeppafær. Vinnuvélar á vegum Vesturverks lagfæra veginn um Ingólfsfjörð þessa dagana.Vísir/KMU.Umræður um Hvalárvirkjun hafa beint athygli almennings að svæðinu. Þannig hafa fréttir af lagfæringu vegarins um Ingólfsfjörð verið áberandi síðustu vikur. Athygli vakti í síðustu viku að einhver hafði fjarlægt borða frá Minjastofnun en þeim var ætlað að afmarka fornminjar svo verktakar Vesturverks myndu ekki raska þeim. Borðarnir hafa nú verið settir upp aftur.Frá Valleyri í Ingólfsfirði. Þar rak Norðmaður síldarstöð á árum fyrri heimsstyrjaldar. Fornminjar hafa verið afmarkaðar með borða.Vísir/KMU.Göngubrúin er við Hvalárfoss og margir láta sér nægja að skoða hann og nánasta umhverfi. Aðrir leggja á sig göngu upp með Hvalárgljúfri norðan ár, að fossinum Drynjanda. Gangan tekur venjulega eina og hálfa til tvær stundir, eða 3-4 stundir fram og til baka. Þangað er ekki merkt gönguleið og vandratað en slóðar eru byrjaðir að myndast í gróðurlaginu eftir því sem fleiri ganga um svæðið.Borðar Minjastofnunar á Valleyri í Ingólfsfirði.Vísir/KMU.Enn einn valkostur ferðamanna er að ganga upp með Hvalá að sunnanverðu, að fossinum Rjúkanda í samnefndri á, sem sameinast Hvalá. Ferðalangar nota göngubrúna við Hvalá einnig sem upphafs- og/eða endastað fyrir lengri göngur, og þá með tjaldgistingu, svo sem í Eyvindarfjörð eða um Drangaskörð, og jafnvel enn norðar, á staði eins og Bjarnarfjörð, Skjaldabjarnarvík og Reykjarfjörð.Vegurinn milli Ingólfsfjarðar og Ófeigsfjarðar telst aðeins jeppafær.Vísir/KMU.Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum, eins og heyra má í eftirfarandi frétt Stöðvar 2, en þar má sjá myndir úr Ófeigsfirði; af Hvalá, Hvalárfossi og Drynjanda:
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. 25. júlí 2019 13:44
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30