Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina, sem nú er í skipulagsferli, þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Í Árneshreppi bjuggu yfir fimmhundruð manns fyrir miðja síðustu öld. Þar hafa heilu þorpin farið í eyði og nú standa íbúar frammi fyrir þeirri ógn að allur hreppurinn hljóti sömu örlög.Fossinn Drynjandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við fórum að Hvalá í haust með Pétri Guðmundssyni, bónda í Ófeigsfirði, og spurðum hvort virkjun gæti hjálpað samfélaginu. „Hún getur hjálpað því. Það hefði verið betra að fá hana fyrr. En hún er alveg lykilatriði fyrir Vestfirðinga,“ svarar Pétur. „Svo teljum við að þetta myndi kalla á betri samgöngur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég er alfarið á móti henni. Hún skapar ekki neina vinnu hérna og ekki neitt,“ segir Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bóndi í Árnesi 2. „Hvalárvirkjun gerir ekkert hér fyrir heilsárbúsetu,“ segir eiginmaðurinn Ingólfur Benediktsson. „Almennt séð er ég ekki hlynnt þessari virkjun af því að ég held að hún styðji ekki við byggðina,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri Árneshrepps.Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fossinn Drynjandi er af andstæðingum sagður sá tilkomumesti af þeim sem skerðist en bóndinn í Ófeigsfirði telur ávinninginn meiri. „Það má aldrei gera neitt fyrir Vestfirði. Það má ekki virkja, það má ekki leggja veg, það má ekki gera neitt sem skapar atvinnu. Þá verður þetta vitlausa lið fyrir sunnan snarruglað,“ segir Pétur.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum.„Þetta er aðalmálið fyrir mér; að það geti ekki einhver vitleysingur sunnan úr Garðabæ, með bláan plastpoka í hendinni, með fimm milljónir í poka, komið og sagt mér hvað ég megi gera við jörðina mína og hvað ekki. Þetta er bara rosastórt prinsippmál. Þessu rugli þarf að eyða,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni. „Það er eins og það séu einhver öfl í samfélaginu sem vilja bara ekkert með þetta hafa hérna. Þetta eigi bara að fara í eyði,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík. „Við erum bara að framfylgja því sem rammaáætlun taldi upp og þingheimur samþykkti,“ segir Júlía Fossdal, bóndi á Melum.Ásbjörn Þorgilsson í viðtali framan við Hótel Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Pétur í Ófeigsfirði rifjar upp að þegar framkvæmdir voru á Austurlandi hafi Fjórðungssambandið lýst Vestfirði stóriðjulausa að áeggjan náttúruverndarfólks. „Það taldi ekkert mál að koma með 750 störf. Þeir ætluðu að gera það fyrir austan, koma með 750 störf, ef það yrði hætt við Kárahnjúka. Það hefur ekki komið eitt einasta starf á vegum þessara manna. Þetta er tómt helvítis blaður. Ekkert einasta starf. Þeir koma ekki með neitt,“ segir Pétur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina, sem nú er í skipulagsferli, þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Í Árneshreppi bjuggu yfir fimmhundruð manns fyrir miðja síðustu öld. Þar hafa heilu þorpin farið í eyði og nú standa íbúar frammi fyrir þeirri ógn að allur hreppurinn hljóti sömu örlög.Fossinn Drynjandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við fórum að Hvalá í haust með Pétri Guðmundssyni, bónda í Ófeigsfirði, og spurðum hvort virkjun gæti hjálpað samfélaginu. „Hún getur hjálpað því. Það hefði verið betra að fá hana fyrr. En hún er alveg lykilatriði fyrir Vestfirðinga,“ svarar Pétur. „Svo teljum við að þetta myndi kalla á betri samgöngur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég er alfarið á móti henni. Hún skapar ekki neina vinnu hérna og ekki neitt,“ segir Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bóndi í Árnesi 2. „Hvalárvirkjun gerir ekkert hér fyrir heilsárbúsetu,“ segir eiginmaðurinn Ingólfur Benediktsson. „Almennt séð er ég ekki hlynnt þessari virkjun af því að ég held að hún styðji ekki við byggðina,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri Árneshrepps.Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fossinn Drynjandi er af andstæðingum sagður sá tilkomumesti af þeim sem skerðist en bóndinn í Ófeigsfirði telur ávinninginn meiri. „Það má aldrei gera neitt fyrir Vestfirði. Það má ekki virkja, það má ekki leggja veg, það má ekki gera neitt sem skapar atvinnu. Þá verður þetta vitlausa lið fyrir sunnan snarruglað,“ segir Pétur.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum.„Þetta er aðalmálið fyrir mér; að það geti ekki einhver vitleysingur sunnan úr Garðabæ, með bláan plastpoka í hendinni, með fimm milljónir í poka, komið og sagt mér hvað ég megi gera við jörðina mína og hvað ekki. Þetta er bara rosastórt prinsippmál. Þessu rugli þarf að eyða,“ segir Guðlaugur Ágústsson, bóndi á Steinstúni. „Það er eins og það séu einhver öfl í samfélaginu sem vilja bara ekkert með þetta hafa hérna. Þetta eigi bara að fara í eyði,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldari í Djúpavík. „Við erum bara að framfylgja því sem rammaáætlun taldi upp og þingheimur samþykkti,“ segir Júlía Fossdal, bóndi á Melum.Ásbjörn Þorgilsson í viðtali framan við Hótel Djúpavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Pétur í Ófeigsfirði rifjar upp að þegar framkvæmdir voru á Austurlandi hafi Fjórðungssambandið lýst Vestfirði stóriðjulausa að áeggjan náttúruverndarfólks. „Það taldi ekkert mál að koma með 750 störf. Þeir ætluðu að gera það fyrir austan, koma með 750 störf, ef það yrði hætt við Kárahnjúka. Það hefur ekki komið eitt einasta starf á vegum þessara manna. Þetta er tómt helvítis blaður. Ekkert einasta starf. Þeir koma ekki með neitt,“ segir Pétur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Hvalárvirkjun ýmist sögð falleg eða hervirki gegn náttúrunni Hrafn Jökulsson kallar Hvalárvirkjun hervirki gegn náttúrunni sem aðeins erlendir auðkýfingar hagnist á. Oddviti Árneshrepps segir að þetta verði falleg virkjun sem komi öllum Vestfjörðum til góða. 30. maí 2018 23:15
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00
Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri. 28. nóvember 2018 21:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00