Enski boltinn

Forsetinn búinn að staðfesta að Pepe gangi í raðir Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepe í leik með Lille á síðustu leiktíð.
Pepe í leik með Lille á síðustu leiktíð. vísir/Getty
Arsenal er að kaupa framherja Lille, Nicolas pepe, á 80 milljónir evra en þetta staðfestir forseti franska félagsins, Gerad Lopez.

Hann staðfesti þetta í samtali við RMC Sport í gærkvöldi en undanfarnar vikur hefur verið mikill orðrómur um að Pepe sé á leið til Lundúnarliðsins.







Pepe skoraði 22 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp ellefu mörk er Lille gerði sér lítið fyrir og náði í silfur eftir ofurliði PSG.

Þjálfari frönsku meistaranna í PSG, Thomas Tuchel, var sagður áhugasamur um Fílbeinsstrendinginn sem og forráðamenn Liverpool, Inter og Bayern Munchen.

Nú er hann hins vegar á leið til Arsenal og ljóst er að Arsenal þarf að opna veskið til að fá framherjann til félagsins en Arsenal hefur ekki verið ýkja duglegt að kaupa menn á háar fjárhæðir undanfarin sumur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×