Íslenski boltinn

Andri hjá Val næstu þrjú árin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Adolphsson
Andri Adolphsson vísir/daníel

Andri Adolphsson framlengdi í gær samning sinn við Íslandsmeistara Vals.

Skagamaðurinn gekk til liðs við Val árið 2015. Hann hefur leikið 181 leik í meistaraflokki á Íslandi og skorað 16 mörk. Þrjú þeirra hafa komið í Pepsi Max deildinni í sumar.

Andri skrifaði undir samning við Val út tímabilið 2022.

Valur er í sjötta sæti Pepsi Max deildarinnar með 16 stig. Valsmenn fara í Víkina í kvöld og mæta Víkingi í þrettándu umferð deildarinnar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.